top of page

Vinnuferlið

Nokkrum dögum fyrir lokaverkefnið fengum við hugmynd af umfjöllunarefni og það var einelti og hver langvarandi áhrif þess eru. Við söfnuðum saman mikið af upplýsingum um viðfangsefnið, tókum viðtöl við 6 aðila, bjuggum til lógó, gerðum heimasíðu sem inniheldur áróðursmyndband og allar upplýsingar um lokaverkefnið, bæklinga, nafnspjöld, skoðanakannanir, Instagram sem við notuðum til að fræða fólk um einelti og leyfa því að fylgjast með vinnuferlinu okkar. Einnig gerðum við kynningu og glæsilegan sýningarbás þar sem við buðum upp á bollakökur og nammi. Það var verulega skemmtilegt vinnuferlið hjá okkur og við erum mjög stoltar af okkar lokaverkefni.

viĆ°viĆ°1.jpg
lokaverkefni_viĆ°.jpg
bottom of page