top of page

TILKYNNA EINELTI

Ef þú hefur orðið fyrir einelti eða veist um einhvern sem hefur orðið fyrir einelti er alltaf best að láta einhvern vita svo hægt sé að bregðast rétt við.

Grunnskóli

Ef þú verður fyrir einelti í grunnskóla eða á skólalóðinni þá getur þú talað við kennara, námsráðgjafa, foreldra, skólahjúkrunafræðing, skólastjórnendur eða einhvern sem þú treystir.

 

Framhaldsskóli

Ef þú verður fyrir einelti í framhaldsskóla getur þú oftast farið inn á heimasíðu skólans og fyllt út upplýsingar þar til að tilkynna eineltið, einnig getur þú talað við námsráðgjafa í skólanum.

Háskóli

Sérstakur hnappur er inná vefsíðu skólans, sem ætlað er að auðvelda fólki að tilkynna um kynbundna og kynferðislega áreitni eða ofbeldi, sem og einelti, innan háskólasamfélagsins, hefur verið settur upp á Uglu (Háskóli Íslands [án árs]).

Vinnustaður

Ef þú verður fyrir einelti á vinnustað er mikilvægt að sá sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og er. Vinnueftirlitið tekur tekur við ábendingum og kvörtunum um vinnuumhverfi. Hægt er að senda inn ábendingar nafnlaust eða með nafni til Vinnueftirlitsins (Vinnueftirlitið [án árs]).

Get ég aðstoðað?

bottom of page