top of page

ANDLEGT EINELTI

Einelti er niðurlægjandi áreiti eða ofbeldi sem er stýrt af einstaklingi eða hópi sem einblínir á einstakling sem oftast tekst ekki að verja sig. (Drekaslóð ([án árs]). Andlegt einelti getur líka verið þegar að gerandinn tekur vald á óöryggi þolandans. Það getur átt sér stað allsstaðar, hvort sem það er í skólanum, vinnunni, æfingu eða annað. Í samfélagi eins og í Vestmannaeyjum er mikið um andlegt einelti í íþróttum. Hér er mikið um að krakkar hætti í íþróttum eða missa trú á sér og jafnvel draumum sínum. Rannsóknir hafa sýnt að margir þeirra sem hafa orðið fyrir einelti hafa brotna sjálfsmynd og lítið sjálfstraust. Einnig eru þau líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, eins og þunglyndi, félagsfælni og kvíða. Stundum verður eineltið svo alvarlegt að það leiðir til sjálfsvígshugsana eða sjálfsvígs. Mikið af sjálfsvígshugsunum, sjálfsvígstilraunum og sjálfsvígum á Íslandi eru tengdar vanlíðan vegna eineltis.

LÍKAMLEGT EINELTI

Líkamlegt einelti er líkamleg árás eða píning, niðurlægjandi orð og athafnir sem heyrast og sjást, t.d. særandi athugasemdir um viðkomandi eða einhvern nátengdum honum. Líkamlegt einelti getur lýst sér með barsmíðum, spörkum, hártogunum eða slagsmálum. Líkamlegt einelti er eitthvað sem flestir ættu að geta greint. Líkamleg særindi hverfa fljótar en þau andlegu og bera þau yfirleitt skaða sem varir í stuttan tíma. Líkamlegt einelti getur einnig haft særindi áhrif sem hverfa aldrei og er það helst í verstu tilfellum af einelti. Þegar líkamlegt einelti hefur átt sér stað er oftast hægt að setja plástur eða umbúðir á sárið en það er ekki hægt að setja umbúðir á andlegt einelti og getur það varað í langan tíma sem getur farið að hafa skaðleg áhrif. Einelti á sér oftast stað innan skólalóðarinnar og þá aðallega í grunnskólum en það getur einnig átt sér stað á leikskólalóðinni. Einelti er oft á stað þar sem engir fullorðnir eru nálægt og geta séð atvikið. Til þess að geta brugðist við einelti og komið í veg fyrir það er nauðsynlegt að byrja að tala um það nógu snemma. Það þarf að fræða börn og unglinga um hvað er rétt og rangt og sýna þeim að allir eiga rétt á virðingu í samfélaginu. Fullorðnir einstaklingar eru fyrirmyndir og læra börnin af þeim, hvernig þau hegða sér og koma fram (Margrét Róbertsdóttir 2010).

NETEINELTI

Neteinelti er þegar það er hótað, áreitt eða ógnað einhverjum endurtekið. Gerandinn kemur með leiðinleg og særandi orð. Í dag er auðveldlega hægt að senda nafnlaus skilaboð en það er ekki minna skaðlegt en að segja þetta auglitis til auglitis. (Saft [án árs])

Neteinelti er ein af þeim hættum sem hafa vond áhrif á börn og unglinga í dag. Rannsóknir sýna að á grunnskólaaldri er netnotkun orðin stór hluti af þeirra daglega lífi. Unglingar eru að ganga í gegnum margt á þessum aldri og oft er það kvíði eða þunglyndi. Ungmenni eiga þá létt með að láta það bitna á öðrum í gegnum skjáinn. Má þar helst nefna særandi einkaskilaboð, ljót ummæli, misnotkun á aðgang netsíðu þolandans, lygasögur, birtingar á myndefni og fleira. (Heimili og skóli [án árs])

​

bottom of page