top of page

Lokaniðurstöður

Í lok verkefnisins komumst við að því að langvarandi áhrif eineltis eru kvíði, þunglyndi, félagsfælni, brotið sjálfstraust, sjálfsvígshugsanir, o.s.frv. Einelti getur verið það slæmt að einstaklingur sjái ekki lengur tilgang í lífinu, ef hann upplifir mikla höfnun og einmannaleika geta líkurnar á sjálfskaða og sjálfsvígi aukist mikið. Þolendur upplifa oft mikla vanlíðan í skólanum og oftast hefur hún mikil áhrif á námsárangur þeirra þar sem það er skortur á einbeitingu og áhugi á námi dvínar. Þolendur geta einnig fundið fyrir streitutengdum vandamálum eins og magaverki, höfuðverki og jafnel martraðir í svefni. Líklegast er að þolendur upplifi þessi einkenni fram á fullorðinsár.

lokaniðurstöður mynd.png
bottom of page