top of page

Langvarandi áhrif eineltis

     Þeir sem verða fyrir einelti átta sig ekki alltaf á því hversu slæmt ofbeldið sem þeir urðu fyrir var fyrr en þeir komu á fullorðinsaldur. Þrátt fyrir afleiðingarnar sem þolendur finna fyrir á meðan eineltið er í gangi þá geta áhrifin varað mun lengur og geta mótað einstaklinga fram í fullorðinsár. Samkvæmt rannsókn sem var framkvæmd af Bond o.fl. og annarri af Yen þá geta þolendur eineltis átt við langtímavandamál að stríða sem lýsa sér sem tilfinningaleg vandamál og einnig geta einstaklingar átt erfitt með félagsleg sambönd eftir því sem þeir eldast. Margir einstaklingar ná samt sem áður að vinna úr sinni reynslu og finna því ekki fyrir langtímaáhrifum og ástæðan er talin vera sú af því að sumir einstaklingar fá góðan stuðning á meðan eineltið stendur yfir.

     Olweus rannsakaði langtímaáhrif eineltis á drengi í Svíþjóð árið 1993 þar sem hann skoðaði tvo hópa til samanburðar. Annar hópurinn voru drengir sem voru þolendur eineltis og hinn hópurinn voru drengir sem höfðu ekki orðið fyrir einelti. Niðurstöðurnar sem komu í ljós voru að þeir drengir sem voru lagðir í einelti voru búnir að jafna sig sem mest þegar þeir voru orðnir 23 ára, ástæðan fyrir því er talin vera sú að þeir hefðu náð að losna undan því ofbeldi sem þeir urðu fyrir og gátu valið sitt félagslega umhverfi, rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendurnir voru mun líklegri til þess að verða þunglyndir og hafa lítið sjálfsmat þrátt fyrir að hafa unnið úr sinni reynslu á meðan hinn hópurinn upplifði það ekki. Að mati Olweusar benda niðurstöður til þess að einstaklingar verða fyrir áhrifum eineltis fram á fullorðinsár og sú reynsla skilur eftir ör sem þolendur þurfa að lifa með.

     Allar þær rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar til að kanna langtímaáhrif eiga það sameiginlegt að þær langtímaafleiðingar sem þolendur glíma við eru andleg eðlis og geta verið þunglyndi, kvíði, lágt sjálfsmat, hjálparleysi og í sumum tilfellum sjálfsvíg. Þar sem langtíma afleiðingar eru andlega eðlis þá er oft erfitt að sjá þær afleiðingar sem verða og þolendurnir átta sig ekki á því hversu djúpar þær eru.

     Þolendur eineltis upplifa oftast kvíða og þunglyndi en kvíðinn er meira til staðar þegar eineltið stendur yfir og getur enn þá verið til staðar mörgum árum seinna. Þolendur geta upplifað hræðslu- eða óttatilfinningu hvenær sem er, hvort sem hætta steðjar að eða ekki. Tilfinningin getur komið upp við minningu, eða heyra ákveðin orð eða lag í útvarpinu. Kvíði getur komið fram í nokkrum myndum, til dæmis félagsfælni, ofsakvíði, áráttu- og þráhyggjuröskun og áfallastreituröskun.

     Einelti er grafalvarlegt mál og afleiðingarnar geta verið miklar og í versta falli getur þolandinn tekið sitt eigið líf.

     Langvarandi áhrif eineltis á þolendur þess eru að þeir eiga erfitt með að treysta fólki, eru með lágt sjálfsmat, finna til reiði og eiga það til að vera bitrir út í fólk og lífið, upplifa ótta við ýmsar aðstæður og forðast því margmenni og almennings samkomur og eiga oft í erfiðleikum á vinnustað. Einnig eru börn ekki gjörn á að tilkynna eineltið þar sem oftast er litið illa á þá einstaklinga sem kjafta frá og kjósa þolendur því að þegja. Þó hefur rannsókn sýnt að stelpur eru gjarnari að segja frá eineltinu og aðallega ef þær verða fyrir þjófnaði eða líkamlegu ofbeldi.

     Ef áfallið sem börn verða fyrir við það að lenda í einelti er ekki meðhöndlað á réttan hátt, getur orðið mikil byrði á fullorðinsárum (Jórunn Ingólfsdóttir 2014).

butterfly-3192737_960_720.png
butterfly-1602726_960_720.png
butterfly-png-3192713_960_720.png

Samkvæmt masters ritgerð

bottom of page