Gerendur
Gerendur eru þeir sem leggja í einelti.
Þeir sýna oft óviðeigandi hegðun gagnvart mörgum jafnöldrum sínum en velja oftast þá sem eru varnarlausir. Rafrænt einelti hjálpar geranda að finna fyrir öryggi, hann getur sleppt því að koma undir nafni og það minnkar áhrif á samvisku hans svo lengi sem að þolandinn veit ekki hver hann er, það gefur gerandanum ákveðið frelsi. Með því að fela sig á bak við skjá gerir það gerandanum mikið auðveldara að nota illgjörn orð eða eitthvað sem að hann myndi aldrei koma upp úr sér auglitis til auglitis. (Marta Kristín Jónsdóttir [2013]). Enginn fæðist gerandi heldur verður hann til. Það fylgja geranda oftast þrír punktar sem að þróar hann. Að hann þurfi að horfa upp á ofbeldi inni á heimili sínu, í sjónvarpinu og að vera verðlaunaður fyrir árásir meðal foreldra eða jafningja sinna. Það skiptir oft einnig máli hvernig aðstæður í lífi barna eru. Í fyrsta lagi að þau búi við hlýju og öryggi við sína nánustu og í öðru lagi að hafa viðmið yfir hvað sé leyfilegt, ef það eru engin viðmið eiga börn erfitt með að skilja muninn á réttu eða röngu. Í þriðja lagi eru börn sem hafa fengið erfiðara uppeldi eða hálfgert einelti inni á heimili, af systkinum eða foreldrum, þá hefur það stór áhrif á þróun gerandans. (Edda Magnús og Ragnar Þór Friðjónsson [2012]).
Oftast vilja gerendur ekki biðjast afsökunar en hugsa um að gera það þar til að kemur að því. Gerendur vita oftast hvað þeir hafa gert og flestir sem lögðu í einelti í æsku biðjast afsökunar á fullorðins árum.
Þolendur
Þolendur eineltis eru þeir sem eru lagðir í einelti.
Þolendur eru á öllum aldri. Ef við tökum börn sem dæmi eru þó nokkur einkenni sem algengt er að finna hjá þeim sem þolendum eineltis. Oft er talað um börn sem eru dugleg og góðir námsmenn, kurteisir og prúðir í framkomu. Þetta eru oft börn sem koma frá góðum heimilum og hafa fengið gott uppeldi. Sama um fullorðna þolendur. Þetta er fólk sem hefur komist oft á þann stað í lífinu að því líður eins og það er komið með allt. Það er einmitt vegna þess sem gerendur vekja öfund vegna þess að einhverjum ástæðum hafa þeir það verr. Þolendur eineltis geta þó líka verið þeir sem hafa það ekki jafn gott og aðrir, hafa ekki náð því sem þeir ættu að hafa náð nú þegar, eru afsakandi og vilja þóknast öllum. Fullorðnir þolendur eru oft einstaklingar sem vilja öðrum vel og eru ekki vanir að blanda sér inn í líf annarra. Eftir því sem reynslan kennir þeim að öllum er ekki treystandi breytist þetta vissulega og snýst jafnvel alveg við þegar afleiðingar langvarandi eineltis eru farnar að segja til sín. Fordómar tengjast einnig einelti mikið. Þolandinn endurspeglar fordóma með því að upplifa skömm og sektarkennd. Hann reynir stundum sjálfur að laga eineltið og telja sér trú um að þetta sé nú ekki svo slæmt. (Án höfundar [án árs]) Krakkar sem lagðir eru í alvarlegt einelti eru stundum árásargjarnir, með minni stjórn á tilfinningum sínum og virkni þeirra er skert. Þá gætu þeir einnig verið með fleiri stig á bæði þunglyndis- og einmanaleika. Þolendur eru oft með saklaust hugarfar og varnarlaus (Marta Kristín 2013).