top of page

Niðurstöður úr könnun um langvarandi áhrif eineltis

Við gerðum könnun um langvarandi áhrif eineltis sem var opin frá 20. maí til 23. maí. Könnunin höfðaði til þeirra sem voru lagðir í einelti á barnsárum og eru í dag fullorðnar manneskjur. Það voru 76 aðilar sem tóku þátt í henni og við erum mjög þakklátar fyrir þá sem gáfu sér tíma til þess að taka þessa stuttu könnun. Aðeins 32 (42,1%) leituðu sér að hjálp þegar eineltið átti sér stað og mikið meira en helmingur þeirra sem tóku þátt sögðu að það hafi ekki verið auðvelt að verða sér út um hjálp á þeim tíma og það voru 63 (82,9%). Þegar við spurðum hvað eineltið hafði mikil áhrif á þeim tíma, á skalanum 1-5, þá svöruðu 41 (53,9%) að eineltið hafði mikil áhrif, en þegar við spurðum hversu mikil áhrif það hefði í dag þá voru svörin mjög jöfn á skalanum 1-5. Áhrif eineltisins eru m.a. kvíði, þunglyndi, eiga erfitt með að treysta, lítið sjálfsálit, félagsfælni en sumir hafa orðið sterkari manneskjur. Það var verulega leiðinlegt að sjá að meira en helmingur þeirra sem tóku þátt í þessari könnun hafi hugsað um sjálfsskaða, en það voru 57 (67,1%). Vegna eineltis hefur fólk tekið sitt eigið líf og 45 (59,2%) af þessum 76 sem tóku þátt vita eða þekktu einhvern sem tók sitt eigið líf.

Myndir af helstu niðurstöðum

einelti áhrif könnun 1.png
einelti_áhrif_mynd_3.png
einelti_áhrif_mynd_5.png
einelti áhrif könnun 2.png
einelti_áhrif_mynd_4.png
einelti_áhrif_mynd_6.png
bottom of page